Meistaraprófsvörn - Rannsókn á marhálmi á tímum loftslagsbreytinga

Á næstunni fara fram varnir meistaranema við Háskólasetur Vestfjarða. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og áhugaverð og eru nemendurnir frá bæði sjávarbyggðarfræði og haf-og strandsvæðastjórnun. Varnirnar eru öllum aðgengilegar í gegnum hlekki sem finna má hér fyrir neðan en einnig er öllum velkomið að mæta á varnirnar sem fram fara í Háskólasetri Vestfjarða, Ísafirði. 

Nemandi: Riitta Chorfi
Titill ritgerðar: Margfaldra-álagsþátta-áhrifa rannsókn á formgerðar eiginleikum marhálms (Zostera marina), rofmildunar getu og losun vaxtarskota á Turku eyjaklasanum, Finnlandi
Námsleið: Haf- og strandsvæðastjórnun

Hlekkur á Zoom 

Samantekt: 

Ein af stærstu ógnunum sem sjávarkerfi okkar standa frammí fyrir á þessum tíma er breytilegt hitastig. Þetta leiðir beint af auknum sjávarhitabylgjum (MHW) og hækkandi öldum vegna öflugri og tíðari storma og skapar hættu fyrir strandkerfi. Marhálmur, Zostera marina, í Eystrasaltinu ver strandsvæði fyrir rofi. Mjög miklar rannsóknir eru til á sviði áhrifa einstakra álagsþátta á strandgróður, en skýran og skilmerkilegan raunvísindalegan stuðning vantar enn um samverkandi áhrif álagsþátta. Í þessari rannsókn rannsakaði ég áhrif hitastigs og ölduafls á ýtri eiginleika Z. marina, getu til að milda sjávarrof og tap á vaxtarskotum í Turku eyjaklasanum í Finnlandi. Í vistkerfiskersaðstöðu var helmingurinn af marhálmssýnum útsettur fyrir hitastigi umhverfisins og hinn helmingurinn fyrir sjávarhitabylgjum (MHW). Með samanburði á viðmiðunarmeðferðum við sjávarhitabylgju meðferð skoðaði ég mismunandi vaxtarlag marhálms. Sýni voru síðan útsett fyrir samfellt bylgjuflæði í klukkustund í öldustokkum við lágmarks brautarhraða 8 cm s−1 - 29 cm s−1. Rofseti var safnað fyrir prófunarsvæðið, grömmin af rofseti á klukkustund borin saman milli sýna og töpuðum vaxtarskotunum var safnað. Ég fann engan marktækan mun á formbyggingu Z. marina þegar borin voru saman sýni frá ytra umhverfi við sjávarhitabylgjumeðferðina. Svipað þessu var engin tölfræðilega merkjanlegur munur fundinn fyrir rætur, rætlinga, lauf og heildar neðanjarðar- og ofanjarðarlífmassa. Fyrir setmyndun vegna rofs var 86% útskýrt með ölduhraða sem skýribreytu, en ekki var hægt að staðfesta áhrif fyrir sjávarhitabylgjumeðferðina. Marktækt annars stigs samband sást milli hraða og taps (57% af breytileikanum útskýrð). Sjávarhitabylgjumeðferð sýndi engin marktæk áhrif. Það er hugsanlegt að sjávarhitabylgja (MHW) sem hermt var eftir hafi ekki verið nægilega sterk til að hindra samvægisástand marhálms. Á hinn bóginn er hugsanlegt að þetta sé vísbending um öflugra þol lífveranna við hitaálagi.