Meistaraprófsvörn - Hollenski skipaiðnaðurinn og mótvægisaðgerðir vegna loftslagsbreytinga

Á næstunni fara fram varnir meistaranema við Háskólasetur Vestfjarða. Viðfangsefnin eru fjölbreytt og áhugaverð og eru nemendurnir frá bæði sjávarbyggðarfræði og haf-og strandsvæðastjórnun. Varnirnar eru öllum aðgengilegar í gegnum hlekki sem finna má hér fyrir neðan en einnig er öllum velkomið að mæta á varnirnar sem fram fara í Háskólasetri Vestfjarða, Ísafirði.

Nemandi: Stephany Van den Bosch
Titill ritgerðar: The Dutch Shipping Industry’s Perceptions on Climate Change Mitigation Legislation Applied to the Industry: An Overview of the Challenges and Opportunities the Industry Experiences with Climate Change Mitigation Efforts
Námsleið: Haf- og strandsvæðastjórnun

Hlekkur á Zoom

Samantekt:

Þessi ritgerð fjallar um framvinduferli mótvægisaðgerða innan hollenska skipaiðnaðarins vegna loftslagsbreytinga með því að bera kennsl á áskoranir, tækifæri og breytingar sem greinin stendur frammi fyrir vegna núverandi og framtíðar reglugerða um loftslagsbreytingar sem gilda um greinina. Tekin voru átta djúpviðtöl við fyrirtæki í hollenskum skipaiðnaði til að fá innsýn í hvernig þau skynja og skilja núverandi aðstæður sínar. Iðnaðurinn er á fyrstu stigum mótvægisferlisins og á barmi margra stórra breytinga, sérstaklega varðandi væntanleg markmið IMO og ESB um 50% minnkun og núlllosun skipaiðnaðarins fyrir árið 2050. Iðnaðurinn verður að sigrast á fjölmörgum áskorunum til að ná þessum markmiðum. Þar af má greina eftirfarandi sem helstu áskoranir: 1) löggjafar- og eftirlitskerfin og 2) tækniþróunarferlið. Niðurstöður þessarar ritgerðar sýna að þær áskoranir sem hollenskur skipaiðnaður stendur frammi fyrir stafa að miklu leyti af óvissu: fyrirtæki eru óviss um hvað reglur þýða og hvernig þær munu breytast og þau eru óviss um framboð og möguleika á nýrri knúningstækni. Að auki er ósvarað spurningum innan greinarinnar um merkingu sjálfbærni varðandi til dæmis skipasmíði, endurvinnslu skipa, hvort taka verði tillit til kolefnisspors frá því að olían er komin á skipið eða líka á öllum framleiðslustigum, sem og skiparekstur. Til að halda áfram á áhrifaríkan hátt með loftslagsbreytingaferlinu í hollenskum skipaiðnaði og til að geta mætt alþjóðlegum og evrópskum lækkunarmarkmiðum er því brýn þörf á að bregðast við þessum óvissuþáttum og skapa meðvitund um stöðu greinarinnar í mótvægisferlinu meðal allra lykilaðila í greininni.