Íslenskunámskeið: Fyrir lengra komin B1

Lengd námskeiðs: um 2 vikur
Klukkustundir: 55
Kennt á: sumarönn
Námsefni: innifalið
Áherslur: aukinn orðaforði, uppbygging tungumálsins, þátttaka í hversdagslífi á Ísafirði

Þetta námskeið er sérstaklega hannað fyrir fólk sem vill þróa með sér fyrri þekkingu á íslensku. Þetta tveggja vikna námskeið fyrir lengra komin mun færa íslenskufærni þína á næsta stig.

Nemendur læra hvernig hægt er að bæta orðaforða í íslensku á áhrifaríkan hátt og munu dýpka skilning sinn á uppbyggingu tungumálsins með fyrirlestrum og æfingum. Nemendur munu einnig taka þátt í hversdafslífinu á Ísafirði sem er afar skemmtileg leið til þess að fá tilfinningu fyrir tungumálinu og samfélaginu.

Námskeiðið er um 55 tímar af fjölbreyttri og áhugaverðri kennslu, þar á meðal lestur, skrif, samtöl ofl. á B1 stigi samevrópska tungumálaramms. Allt námsefni er lagt til af kennurum og verður fáanlegt í Háskólasetri við komu. Kennsla fer mestmegnis fram á íslensku, en kennarar munu styðjast við ensku til að útskýra flókið efni eins og málfræðispurningar.

Önnur íslenskunámskeið

Háskólasetur Vestfjarða býður upp á þónokkur önnur íslenskunámskeið. Íslenskunámskeiðin notast við Evrópska tungumálarammann og eru á erfiðleikastigi frá A1 (byrjendur) til B2 (framhaldsnemar). Andrúmsloft námskeiðanna er vingjarnlegt og leggjum við okkur fram við að blanda saman mismunandi þáttum í kennslunni til þess að kenna og æfa sem mest á fjölbreyttan hátt. Öll námskeiðin eiga það sameiginlegt að reyna að nota samfélagið að einhverju leyti sem hluta af kennslunni, sem eins konar framlengingu af kennslustofunni.

Á þessari síðu má sjá yfirlit yfir þau íslenskunámskeið sem Háskólasetur Vestfjarða hefur upp á að bjóða.