Íslenskunámskeið: Byrjendur A1-A2

Lengd námskeiðs: 5 dagar
Klukkustundir: 35-40
Kennt á: vorönn/sumarönn
Námsefni: innifalið
Áherslur: hversdagsorðaforði, einföld málfræði

A1 íslenskunámskeið fyrir byrjendur er stíft og nokkuð fjölbreytt 5 daga námskeið. Tímafjöldi er um það bil 35 kennslustundir (45 mínútur hver kennslustund). Námskeiðið er kennt á vorin og sumrin og hentar vel sem undirbúningur fyrir frekara íslenskunám en er jafnframt þannig sett upp að það gagnast fólki svo að það getur strax byrjað að nota íslensku. Lykilatriði í að læra tungumál er að nota það.

Í námskeiðinu er lögð áhersla á hversdagsorðaforða og einfalda og praktíska málfræði sem krefst ekki mikillar kunnáttu í málfræði. Reynt er að kenna efni sem gagnast við hversdagslegar aðstæður eins og þegar fólk pantar mat og drykk og eða tjáir sig um veðrið í heita pottinum. Einnig fá nemendur nasasjón af íslenskri menningu og unnið er með framburð, lestur og hlustun á einfaldan hátt. Kennarinn notar glærur sem hann deilir með nemendum. Nemendur fá einnig kennsluhefti sem er sérstaklega gert fyrir A1 námskeiðið, ásamt hljóðskrám.

A1 vikunámskeið Háskólaseturs tekur mið af evrópska tungumálarammanum eins og öll íslenskunámskeið Háskólaseturs og er stíft og nokkuð fjölbreytt námskeið þar sem áhersla er lögð á praktíska notkun málsins. Engrar formlegrar þekkingar er krafist en nemendum er bent á að hægt er að undirbúa sig í gegnum Icelandic Online sér að kostnaðarlausu.

Önnur íslenskunámskeið

Háskólasetur Vestfjarða býður upp á þónokkur önnur íslenskunámskeið. Íslenskunámskeiðin notast við Evrópska tungumálarammann og eru á erfiðleikastigi frá A1 (byrjendur) til B2 (framhaldsnemar). Andrúmsloft námskeiðanna er vingjarnlegt og leggjum við okkur fram við að blanda saman mismunandi þáttum í kennslunni til þess að kenna og æfa sem mest á fjölbreyttan hátt. Öll námskeiðin eiga það sameiginlegt að reyna að nota samfélagið að einhverju leyti sem hluta af kennslunni, sem eins konar framlengingu af kennslustofunni.

Á þessari síðu má sjá yfirlit yfir þau íslenskunámskeið sem Háskólasetur Vestfjarða hefur upp á að bjóða.