Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

mánudagurinn 24. september 2012

Til hugvísindafólks á Vestfjörđum

Í tilefni þess að dr. Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur hefur verið ráðinn í prófessorsstarf Jóns Sigurðssonar við Háskóla Íslands, þar sem hann meðal annars á að styðja við rannsókna- og fræðslustarf hér á Vestfjörðum, vill hann og við undirrituð komast í kynni við hugvísindafólk sem búsett er á Vestfjörðum og hefur rannsóknarhugmyndir í fórum sínum sem það hefur áhuga á að skoða nánar, með mögulegt samstarf í huga.

Af þessu tilefni höldum við fund í Háskólasetri Vestfjarða föstudaginn 28. september, kl. 13:30. Símafundabúnaður verður til staðar, ef einhver vill sækja fundinn símleiðis. Til þess að sækja fundinn símleiðis þarf að hringja í fundarsíma Símans 755-7755 og velja númerið 456-8260.

Við hvetjum því hugvísindafólk á Vestfjörðum til að taka þátt í fundinum, kynna hugmyndir sínar og ræða möguleika á samstarfi og samvinnu við aðra fræðimenn á hugvísindasviði.


Dr. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor
Valdimar J. Halldórsson, staðarhaldari á Hrafnseyri
Peter Weiss, forstöðumaður Háskólasetur Vestfjarða, Ísafirði
Dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Vestfjörðum, Bolungarvík.

Háskólasamfélagiđ

„Á Íslandi getur náttúran verið óblíð en menningin og samfélagið eru sterk. Dvölin á Íslandi hefur gefið mér kollega sem ég mun njóta góðs af til lífstíðar, kveikt í mér eldmóð um málefni strandsvæðastjórnunar og skilið eftir sig yfirvaraskegg."

Henry Fletcher, Englandi CMM nemi 2008 - 2009
Vefumsjón