Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

mánudagurinn 24. september 2012

Til hugvísindafólks á Vestfjörđum

Í tilefni þess að dr. Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur hefur verið ráðinn í prófessorsstarf Jóns Sigurðssonar við Háskóla Íslands, þar sem hann meðal annars á að styðja við rannsókna- og fræðslustarf hér á Vestfjörðum, vill hann og við undirrituð komast í kynni við hugvísindafólk sem búsett er á Vestfjörðum og hefur rannsóknarhugmyndir í fórum sínum sem það hefur áhuga á að skoða nánar, með mögulegt samstarf í huga.

Af þessu tilefni höldum við fund í Háskólasetri Vestfjarða föstudaginn 28. september, kl. 13:30. Símafundabúnaður verður til staðar, ef einhver vill sækja fundinn símleiðis. Til þess að sækja fundinn símleiðis þarf að hringja í fundarsíma Símans 755-7755 og velja númerið 456-8260.

Við hvetjum því hugvísindafólk á Vestfjörðum til að taka þátt í fundinum, kynna hugmyndir sínar og ræða möguleika á samstarfi og samvinnu við aðra fræðimenn á hugvísindasviði.


Dr. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor
Valdimar J. Halldórsson, staðarhaldari á Hrafnseyri
Peter Weiss, forstöðumaður Háskólasetur Vestfjarða, Ísafirði
Dr. Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir, forstöðumaður Rannsóknarseturs HÍ á Vestfjörðum, Bolungarvík.

Háskólasamfélagiđ

„Viðfangsefni námsins hæfa Vestfjörðum frábærlega! Hingað kemur ævintýra-gjarnt, klárt og svipað þenkjandi fólk víðsvegar að úr heiminum. Ég elska þverfræðileika námsins auk þess sem við fáum mikinn tíma „einn á einn" með kennurunum þegar þeir eru hér. Ég tengist Háskólasetrinu mun sterkari böndum en fyrsta háskólanum mínum."
Ryan O´Connell, Kanda CMM nemi 2010-2011
Vefumsjón