Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

föstudagurinn 7. nóvember 2014

Nýir starfsmenn Háskólaseturs

Birna Lárusdóttir.
Birna Lárusdóttir.
Tveir nýir starfsmenn hafa verið ráðnir til Háskólaseturs Vestfjarða en það eru þær Birna Lárusdóttir, sem tekur við nýju hlutastarfi sem verkefnastjóri og Jennifer Grace Smith, sem hafa mun umsjón með ritveri Háskólaseturs (Writing Center), einnig í hlutastarfi. Birna mun sinna ýmiskonar textavinnu, vefsíðuskrifum og ráðstefnuhaldi á vegum Háskólaseturs en hún er fjölmiðlafræðingur að mennt frá University of Washington, með langa reynslu af ritsmíðum og ritstjórn auk þess að eiga að baki langan feril í sveitarstjórnarmálum.


Jennifer Grace Smith
Jennifer Grace Smith
Jennifer, sem er bandarísk, er fyrrverandi meistaranemandi í Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið og útskrifaðist héðan vorið 2012. Hún er einnig með meistarapróf í kínversku frá Johns Hopkins University og hefur því afar góðan grunn til að aðstoða meistaranema í ritveri, sem margir skrifa meistararitgerðir sínar á öðru en móðurmálinu. Háskólasetrið býður þær Birnu og Jennifer velkomnar til starfa.

ţriđjudagurinn 14. október 2014

Tvö laus störf hjá Háskólasetrinu

Háskólasetur Vestfjarđa.
Háskólasetur Vestfjarđa.
Hjá Háskólasetri Vestfjarða eru nú tvö laus störf til umsóknar. Annarsvegar er um að ræða 25% starf verkefnastjóra og hinsvegar umsjón með málstofu í ritgerðasmíði (Writing Centre). Nánari upplýsingar um störfin má nálgast hér að neðan....
Meira
fimmtudagurinn 2. október 2014

Tilbođ í gistingu skiptistúdenta ágúst 2015

Kórsöngur íslenskunema á Silfurtorgi sumariđ 2011.
Kórsöngur íslenskunema á Silfurtorgi sumariđ 2011.
Háskólasetrið gerir ráð fyrir að halda aftur þriggja vikna íslenskunámskeið fyrir erlenda skiptistúdenta í ágúst 2015. Hér með er óskað eftir tilboðum í gistingu, mat og kennslurými fyrir námskeiðið. Sjá nánari lýsingu hér að neðan....
Meira
miđvikudagurinn 17. september 2014

Rúta milli Ísafjarđar og Patreksfjarđar í tengslum viđ ráđstefnu

Aðsókn að byggðamálaráðstefnu sem Háskólasetur, Fjórðungssamband, Vesturbyggð og Byggðastofnun standa að, er ágæt, en um 60 manns hafa skráð sig á ráðstefnuna. Áætlað er að hafa rútuferðir á milli Ísafjarðar og Patreksfjarðar í sambandi við ráðstefnuna....
Meira
fimmtudagurinn 21. ágúst 2014

Rýnihópar: Ísland, Asía og norđurslóđir

Jennifer Smith.
Jennifer Smith.
« 1 af 2 »
Eftir aldamót, og þá sérstaklega í kjölfar fjármálakreppunnar 2008, hafa íslenska ríkið og fyrirtæki hérlendis leitast við að styrkja tengsl við ríki Asíu til að efla hagvöxt og styrkja sókn sína á norðurslóðir. Hinsvegar er lítið vitað um hvað Íslendingum finnst almennt um þessa viðleitni og hvernig þessi tengsl gætu breytt íslensku samfélagi. Alþjóðlegt teymi rannsakenda frá Háskólanaum í Singapore, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum í Lapplandi og Háskólasetri Vestfjarða bjóða til rýnihópa um allt land til að fræðast um skoðanir almennings á eflingu pólitískra, hagrænna og vísindatengsla við lönd Asíu....
Meira
Fyrri síđa
1
234567353637Nćsta síđa
Síđa 1 af 37

Háskólasamfélagiđ

„Það áhugaverðasta við meistaranámið í haf- og strandsvæðastjórnun er sú breiða sýn sem það veitir á samfélög, umhverfi og sjálfbærni. Námsferð á skútu um Ísafjarðardjúp við upphaf námsins var ánægjuleg reynsla. Þetta hefur verið mikil vinna en áhugaverð og skemmtileg."
Gísli Halldórsson, Íslandi CMM nemi 2008-2009
Vefumsjón