Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

föstudagurinn 10. apríl 2015

Húsnćđi óskast fyrir nemendur og kennara

Háskólasetur Vestfjarða óskar eftir húsnæði fyrir nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun frá og með næsta hausti auk húsnæðis fyrir íslenskukennara í ágúst næstkomandi.

Húsnæði fyrir nemendur
Senn líður að því að nýr hópur meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun hefji nám hjá Háskólasetri Vestfjarða og er nú leitað að hentugu húsnæði fyrir nýnemana, frá og með næsta hausti til u.þ.b. eins árs.

Háskólasetrið býður væntanlegum námsmönnum aðstoð við að finna húsnæði í gegnum þriðja aðila sem kynnir húsnæðið á sérstakri vefsíðu og svarar fyrirspurnum nemenda. Þessi aðili, sem er fyrrum nemendi við Háskólasetrið, sér um milligöngu, þ.e. kynningu á húsnæðinu ásamt tengingu milli eiganda og væntanlegs leigjanda. Leigusamningur er gerður milli leigjenda og húseigenda.

Leitað er að íbúðum með húsgögnum, baði, þvotta- og eldunaraðstöðu eða herbergjum með húsgögnum með aðgang að baði, þvotta- og eldunaraðstöðu. Internettenging er kostur.

Sjá húsnæðismiðlun nemenda á vefsíðu University Centre of the Westfjords Housing.

Húsnæði fyrir íslenskukennara í ágúst
Háskólasetur óskar einnig eftir að taka á leigu húsnæði fyrir kennara á íslenskunámskeiðum í ágúst næstkomandi. Um er að ræða þriggja vikna tímabil frá 3.-22. ágúst 2015. Húsnæðið þarf að vera fullbúið með húsgögnum, baði/sturtu, þvotta- og eldunaraðstöðu og aðgangi að Interneti.

Kostur ef húsnæðið er í göngufæri við Háskólasetrið, hvort sem um ræðir húsnæði fyrir nema eða kennara.

Nánari upplýsingar veitir Ingi Björn Guðnason, verkefnastjóri í síma 450 3042 eða ingi@uw.is.

miđvikudagurinn 28. janúar 2015

Nýsköpun og međ ţví

Ýmis tćkifćri liggja í nýsköpun sjávarafurđa. Á fundinum verđur fjallađ um hvernig stuđningsumhverfiđ og menntunartćkifćri geta stuđlađ ađ ţví.
Ýmis tćkifćri liggja í nýsköpun sjávarafurđa. Á fundinum verđur fjallađ um hvernig stuđningsumhverfiđ og menntunartćkifćri geta stuđlađ ađ ţví.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskólasetur Vestfjarða boða til morgunverðarfundar á Hótel Ísafirði
fimmtudaginn, 29.01.2015, kl. 08:00-09:30 um sameiginleg tækifæri menntunar, stuðningsumhverfis og atvinnulífs.

...
Meira
fimmtudagurinn 15. janúar 2015

Styrkir úr ţróunarsjóđi innflytjendamála 2014

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála....
Meira
mánudagurinn 12. janúar 2015

Kynningarfundur: Landsskipulagsstefna

Skipulagsstofnun kynnir auglýsta tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026, en kynningarfundur um málið verður haldinn í Háskólasetrinu þann 14. janúar kl. 12.30-14.30....
Meira
fimmtudagurinn 18. desember 2014

Ráđstefna um íslenska ţjóđfélagiđ 2015

Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Hvað búa eiginlega margar þjóðir í þessu litla landi?" er yfirskrift 9. ráðstefnunnar um íslenska þjóðfélagið sem verður haldin á Ísafirði dagana 17.-18. apríl 2015. Yfirskrift ráðstefnunnar vísar til þeirra fjölmörgu og ólíku þjóðfélagshópa sem búa Ísland. Möguleg umfjöllunarefni eru óþrjótandi; trúarbrögð, þjóðerni, efnahagur, búseta, stjórnmálaskoðanir, kyn, kynþættir og kynslóðabil, svo fátt eitt sé nefnt. ...
Meira
Fyrri síđa
1
234567363738Nćsta síđa
Síđa 1 af 38

Háskólasamfélagiđ

„Ég hef gaman af að hitta fólk með ólíkan bakgrunn, skoðanir, drauma og óskir. Samnemendur mínir og kennarar , í CMM náminu, hafa hjálpað mér að opna hugann og hugsa eftir nýjum brautum."

Bjarni, Íslandi CMM nemi 2008-2009
Vefumsjón