Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Sumarháskóli í íslensku

Námskeið í íslensku haldin á Vestfjörðum

Frekari upplýsingar eru á ensku.

Vestfirðir eru sérstaklega spennandi staður til að læra íslensku. Fegurð fjarðanna og skemmtilegt samfélag þeirra sem þar búa skapa einstakt umhverfi utan um líflegt íslenskunám.

 

Í sumar býður Háskólasetur Vestfjarða upp á fjölbreytileg íslenskunámskeið þar sem menningu landsins er fléttað inn í tungumálanámið. Námskeiðin eru ólík hvað lengd og áherslur varðar og því ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Í byrjun ágúst verður boðið upp á þriggja vikna námskeið á Núpi í Dýrafirði fyrir erlenda skiptistúdenta sem og þriggja vikna námskeið á Ísafirði fyrir almenning. Í lok ágúst fer fram einnar viku námskeið á Ísafirði og í september verða haldin tvö helgarnámskeið á Núpi. Í september verður auk þess boðið upp á námskeið í Gísla sögu og forníslensku sem verður kennt bæði á ensku og þýsku.
 

Námskeiðin eru bæði ætluð stúdentum og öðrum sem áhuga hafa á að læra íslensku og kynnast um leið lífinu á Íslandi. Kennsluaðferðirnar eru fjölbreyttar og þótt tungumála- og menningarnámið sé í aðalhlutverki verður einnig í boði fjölbreytt afþreyingadagskrá.

 

Hér er um að ræða áhugaverð sumarnámskeið í fallegri náttúru Vestfjarða.  Háskólasetur Vestfjarða hefur nokkurra ára reynslu í því að halda íslenskunámskeið fyrir erlenda stúdenta sem og erlenda borgara og býður nemendur hjartanlega velkomna.

 

 

Háskólasamfélagiđ

„Ég hef gaman af að hitta fólk með ólíkan bakgrunn, skoðanir, drauma og óskir. Samnemendur mínir og kennarar , í CMM náminu, hafa hjálpað mér að opna hugann og hugsa eftir nýjum brautum."

Bjarni, Íslandi CMM nemi 2008-2009
Vefumsjón