Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Sumarháskóli í íslensku

Námskeið í íslensku haldin á Vestfjörðum

Frekari upplýsingar eru á ensku.

Vestfirðir eru sérstaklega spennandi staður til að læra íslensku. Fegurð fjarðanna og skemmtilegt samfélag þeirra sem þar búa skapa einstakt umhverfi utan um líflegt íslenskunám.

 

Í sumar býður Háskólasetur Vestfjarða upp á fjölbreytileg íslenskunámskeið þar sem menningu landsins er fléttað inn í tungumálanámið. Námskeiðin eru ólík hvað lengd og áherslur varðar og því ættu flestir að finna eitthvað við sitt hæfi. Í byrjun ágúst verður boðið upp á þriggja vikna námskeið á Núpi í Dýrafirði fyrir erlenda skiptistúdenta sem og þriggja vikna námskeið á Ísafirði fyrir almenning. Í lok ágúst fer fram einnar viku námskeið á Ísafirði og í september verða haldin tvö helgarnámskeið á Núpi. Í september verður auk þess boðið upp á námskeið í Gísla sögu og forníslensku sem verður kennt bæði á ensku og þýsku.
 

Námskeiðin eru bæði ætluð stúdentum og öðrum sem áhuga hafa á að læra íslensku og kynnast um leið lífinu á Íslandi. Kennsluaðferðirnar eru fjölbreyttar og þótt tungumála- og menningarnámið sé í aðalhlutverki verður einnig í boði fjölbreytt afþreyingadagskrá.

 

Hér er um að ræða áhugaverð sumarnámskeið í fallegri náttúru Vestfjarða.  Háskólasetur Vestfjarða hefur nokkurra ára reynslu í því að halda íslenskunámskeið fyrir erlenda stúdenta sem og erlenda borgara og býður nemendur hjartanlega velkomna.

 

 

Háskólasamfélagiđ

„Viðfangsefni námsins hæfa Vestfjörðum frábærlega! Hingað kemur ævintýra-gjarnt, klárt og svipað þenkjandi fólk víðsvegar að úr heiminum. Ég elska þverfræðileika námsins auk þess sem við fáum mikinn tíma „einn á einn" með kennurunum þegar þeir eru hér. Ég tengist Háskólasetrinu mun sterkari böndum en fyrsta háskólanum mínum."
Ryan O´Connell, Kanda CMM nemi 2010-2011
Vefumsjón