Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Act alone

Liður í alþjóðlegu leiklistarhátíðinni Act alone er fjölbreytt námskeiðahald þar sem einleiksformið er skoðað frá ýmsum hliðum. Kómedíuleikhúsið á Ísafirði stendur fyrir Act alone en síðustu ár hefur Háskólasetur Vestfjarða verið samstarfsaðili hátíðarinnar.

Leiklistarnámskeið Act alone 2008:

HVAÐ FELST Í TEXTANAUM? OG HVERNIG KOMUM VIÐ ÞVÍ TIL SKILA - Í FLUTNINGI?

Kennari: Sigurður Skúlason, leikari
Staður: Háskólasetur Vestfjarða
Fimmtudag 3. júlí kl. 13.30 - 16.00
Föstudag 4. júlí kl. 13.30 - 16.00
Þátttökugjald: 10.000.-
Skráning: Háskólasetur Vestfjarða sími: 450 3040
Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfang Háskólaseturs lara@hsvest.is

 

Sigurður Skúlason leikari heldur námskeið í textaflutningi, laust mál og bundið. Greining og túlkun texta er mikilvæg öllum leikurum sem og öðrum sem koma fram hvort heldur á bæjarstjórnarfundi eða á þorrablóti. Sigurður Skúlason er vel kunnur fyrir leik sinn í sjónvarpi og í kvikmyndum auk þess sem rödd hans er vel kunn í útvarpi. Óhætt er að segja að Sigurður sé meðal bestu upplesara hér á landi og er því mikill fengur að geta boðið uppá þetta vandaða námskeið á Act alone 2008. Rétt er að geta þess strax að þátttakendafjöldi á námskeiðinu er miðaður við 15 manns og er því rétt að vera snöggur að skrá sig.

 

Allar nánari upplýsingar um dagskrá og tímasetningar má finna á vefsíðu hátíðarinnar.

Háskólasamfélagiđ

„Viðfangsefni námsins hæfa Vestfjörðum frábærlega! Hingað kemur ævintýra-gjarnt, klárt og svipað þenkjandi fólk víðsvegar að úr heiminum. Ég elska þverfræðileika námsins auk þess sem við fáum mikinn tíma „einn á einn" með kennurunum þegar þeir eru hér. Ég tengist Háskólasetrinu mun sterkari böndum en fyrsta háskólanum mínum."
Ryan O´Connell, Kanda CMM nemi 2010-2011
Vefumsjón