Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Skipulag náms

Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Sjávartengd nýsköpun er hagnýtt, einstaklingsmiðað meistaranám á sviði nýsköpunar. Námið sameinar fagtengda nálgun og nýsköpunartengda nálgun í námskeiðavali og þróun nýsköpunarverkefnis. Námið byggir einkum á inntaki og aðferðum nýsköpunarfræða. Nemendur, sem ljúka náminu þekkja eðli og skilyrði nýsköpunar og hafa styrkt sinn faglega bakgrunn er varðar viðkomandi verkefni. Þeir hafa tamið sér færni til að hrinda í framkvæmd og leiða verkefni á sviði sjávartengdrar nýsköpunar og geta borið ábyrgð á vinnu einstaklinga og hópa.

Námsáætlun er einstaklingsmiðuð. Kennslu- og samskiptamál er sömuleiðis einstaklingsmiðuð, en gert er ráð fyrir að nemendur búi yfir góðri kunnáttu í bæði íslensku og ensku til að geta nýtt úrval námskeiða í boði.


Heiti: Viðbótarpróf á meistarastigi í sjávartengdri nýsköpun
Viðmið um æðri menntun og prófgráður: Stig 2.1.
Umfang: 90 ECTS, dreift að jafnaði á 4 misseri (haust+vor+sumar+haust). Annað námsskipulag er mögulegt í samráði við leiðbeinenda og með samþykki meistaranámsnefndar.
Inntökuskilyrði: Nemendur skulu hafa lokið bakkalárprófi eða sambærilegu þriggja ára háskólanámi. Um inntöku ákveður meistaranámsnefnd. Meistaranámsnefnd setji nánari reglur um inntöku.
Námsvinna nemenda: 45 ECTS í námskeiðum og 45 ECTS í hagnýtu nýsköpunarverkefni
Heiti gráðu: Hagnýtt meistaranám í nýsköpunar- og frumkvöðlafræði (2.1.)
Fjöldi nemenda: Hámarksfjöldi ákveðin árlega af meistaranámsnefndinni, en áætlað um 5 á ári.


Skipulag náms

Hverjum nemanda er frá byrjun skipaðir tveir leiðbeinendur: NMÍ-leiðbeinandi og fagleiðbeinandi. Fagleiðbeinandi er að jafnaði um leið akademískur leiðbeinandi. Hægt er að skipta út leiðbeinanda ef eðli nýsköpunarverkefnisins breytist. Nemandinn gerir ásamt leiðbeinendum og kennslustjóra Háskólaseturs námsáætlun, sem tekur mið af fyrri menntun og nýsköpunarhugmynd nemandans. Á sama tíma þarf námsáætlunin að tryggja að hæfniviðmið séu uppfyllt. Kennslustjóri Háskólaseturs heldur utan um námsáætlun og tryggir, að henni sé fylgt eftir. Meistaranámsnefnd þarf að samþykkja námsáætlanir og breytingar frá þeim.

Námsáætlun
Miðað við fyrirsjáanlega breiðan bakgrunn nemanda, stærð hópsins og fjölda hugsanlegra nýsköpunarhugmynda er almennt ekki gert ráð fyrir kjarnanámskeiðum. Að minnsta kosti 15 ECTS skulu vera námskeið á faglegu áherslusviði nemandans, sem eru í boði í staðbundnu meistaranámi hjá Háskólasetrinu, hjá HA og/eða samstarfsneti opinberu háskólanna á Íslandi. Að minnsta kosti 15 ECTS skulu vera námskeið úr nýsköpunar-/frumkvöðlafræði og viðskiptafræði sem eru í boði í fjarnámi hjá Háskólanum á Akureyri, í staðbundnu námi hjá Háskólasetri Vestfjarða og/eða í samstarfsneti opinberu háskólanna.Námsáætlun skal gerð í stórum dráttum við upphaf náms, en verði endurskoðuð í lok hvers misseris m.v. námsárangur og þróun nýsköpunarverkefnisins.

Námskeið og námsáætlun skulu miða að því að dýpka þekkingu, færni og hæfni nemandans til að takast á við nýsköpunarverkefnið. Nemandinn á almennt ekki að taka samskonar námskeið, á sama stigi, og hann var hugsanlega búinn að taka í grunnnámi eða í gegnum annað nám. Ef nemandi vill fá metið námskeið úr öðru námi skal það vera á meistarastigi eða sambærilegu stigi, það þarf að uppfylla hæfniviðmið náms og má ekki vera innsiglað í annarri gráðu, sem nemandinn er búinn að taka áður.

Meistaranámsnefnd setur nánari reglur um mat á námskeiðum og námsáætlunum, þar með talið mat á námskeiðum á bakkalárstigi.

Háskólasamfélagiđ

„Á Íslandi getur náttúran verið óblíð en menningin og samfélagið eru sterk. Dvölin á Íslandi hefur gefið mér kollega sem ég mun njóta góðs af til lífstíðar, kveikt í mér eldmóð um málefni strandsvæðastjórnunar og skilið eftir sig yfirvaraskegg."

Henry Fletcher, Englandi CMM nemi 2008 - 2009
Vefumsjón