Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Úttekt á framgangi og áhrifum strandveiđanna sumariđ 2009

Smábátar í höfninni á Drangsnesi. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Smábátar í höfninni á Drangsnesi. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Vorið 2009 tilkynnti þáverandi sjávarútvegsráðherra þau áform að fresta úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2008-2009 til þess að skapa svigrúm fyrir breytta stefnu til styrkingar og örvunar atvinnustarfsemi í sjávarbyggðum. Yfirlýst markmið var að setja á fót frjálsar handfæraveiðar meðfram ströndinni. Þessi nýi flokkur veiða fékk heitið „strandveiðar" og var hugsaður sem frjálsar en ábyrgar og sjálfbærar veiðar sem myndu greiða fyrir nýliðun í sjávarútvegi en jafnframt efla atvinnu og líf í sjávarbyggðum landsins.

Fiskistofa, fyrir hönd Sjávarútvegsráðuneytisins, leitaði síðsumars 2009 til Háskólaseturs vegna úttektar á framgangi og áhrifum strandveiðanna sumarið 2009. Yfirumsjón með úttektinni, þ.m.t. uppsetning, gagnaöflun, úrvinnsla og skýrslugerð hafði Sigríður Ólafsdóttir þáverandi fagstjóra meistaranáms í Haf- og strandsvæðastjórnun. Hluti úttektarinnar, hönnun spurningalista og gagnaöflun fyrir mat á samfélagslegum áhrifum veiðanna, var unnin í samstarfi við fimm þekkingar- og fræðamiðstöðva á landsbyggðinni. Einn meistaranemi, Gísli Halldórsson, vann að úttektinni og notaði gögnin í meistaraverkefni sítt.

Úttektin var birt í janúar 2010 og má nálgast hér.

Meistaraverkefni Gísla var birt vorið 2010 og má nálgast hér.

Háskólasamfélagiđ

„Ég hef gaman af að hitta fólk með ólíkan bakgrunn, skoðanir, drauma og óskir. Samnemendur mínir og kennarar , í CMM náminu, hafa hjálpað mér að opna hugann og hugsa eftir nýjum brautum."

Bjarni, Íslandi CMM nemi 2008-2009
Vefumsjón