Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Úttekt á framgangi og áhrifum strandveiđanna sumariđ 2009

Smábátar í höfninni á Drangsnesi. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Smábátar í höfninni á Drangsnesi. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Vorið 2009 tilkynnti þáverandi sjávarútvegsráðherra þau áform að fresta úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2008-2009 til þess að skapa svigrúm fyrir breytta stefnu til styrkingar og örvunar atvinnustarfsemi í sjávarbyggðum. Yfirlýst markmið var að setja á fót frjálsar handfæraveiðar meðfram ströndinni. Þessi nýi flokkur veiða fékk heitið „strandveiðar" og var hugsaður sem frjálsar en ábyrgar og sjálfbærar veiðar sem myndu greiða fyrir nýliðun í sjávarútvegi en jafnframt efla atvinnu og líf í sjávarbyggðum landsins.

Fiskistofa, fyrir hönd Sjávarútvegsráðuneytisins, leitaði síðsumars 2009 til Háskólaseturs vegna úttektar á framgangi og áhrifum strandveiðanna sumarið 2009. Yfirumsjón með úttektinni, þ.m.t. uppsetning, gagnaöflun, úrvinnsla og skýrslugerð hafði Sigríður Ólafsdóttir þáverandi fagstjóra meistaranáms í Haf- og strandsvæðastjórnun. Hluti úttektarinnar, hönnun spurningalista og gagnaöflun fyrir mat á samfélagslegum áhrifum veiðanna, var unnin í samstarfi við fimm þekkingar- og fræðamiðstöðva á landsbyggðinni. Einn meistaranemi, Gísli Halldórsson, vann að úttektinni og notaði gögnin í meistaraverkefni sítt.

Úttektin var birt í janúar 2010 og má nálgast hér.

Meistaraverkefni Gísla var birt vorið 2010 og má nálgast hér.

Háskólasamfélagiđ

„Ég mæli með CMM meistaranáminu fyrir erlenda námsmenn en þetta er vaxandi nám á mikilvægu sviði. Um leið kynnist maður menningu og fólki í nýju landi."

Traian Leu, USA CMM nemi 2008-2009
Vefumsjón