Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Nýtingaráćtlun fyrir Arnarfjörđ

Arnarfjörđur. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Arnarfjörđur. Ljósmynd: Ágúst Atlason.
Fjórðungssamband Vestfirðinga, Teiknistofan Eik og Háskólasetur Vestfjarða standa sameiginlega að verkefninu Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða, sem er unnið að mestu af Teiknistofunni Eik. Vinna við verkefnið hófst árið 2009 þegar hafist var handa við að skrá núverandi nýtingu alls strandsvæðis við Vestfirði. Upplýsingum var m.a. safnað á opnum fundum á Drangsnesi, Reykhólum, Patreksfirði og Ísafirði í nóvember 2009. Í framhaldinu var ákveðið að horfa fyrst um sinn til Arnarfjarðar. Nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð er því tilraunaverkefni, og verða niðurstöðurnar nýttar í framhaldinu til að gera sams konar áætlun fyrir Vestfirði alla. Vestfirðir eru kjörið svæði til að þróa aðferðafræði fyrir slíka áætlanagerð. Þar eru sterk tengsl byggðar við sjóinn en jafnframt er nýting strandsvæðisins fjölbreytt. Álag og ásókn í nýtingu strandsvæða hefur farið vaxandi.

Samkvæmt skipulags- og byggingarlögum takmarkast aðalskipulag sveitarfélaga við línu sem liggur 115 m utan við stórstraumsfjöruborð. Utan þessarar línu er ekkert skipulag í gildi og öll stjórnun og ákvarðanataka er á forræði margra stofnana og ráðuneyta. Því er stjórnun þessa svæðis er óskilvirk og heildaryfirsýn lítil. Sveitarfélög hafa mjög takmarkaða aðkomu að ákvarðanatöku utan þessara marka og því er afar erfitt fyrir sveitarfélög og þá sem nýta strandsvæðin að móta framtíðarsýn í þessum málum. Verkefnið er unnið í samvinnu við og með stuðningi stjórnvalda en auk þess styrkja Vaxtarsamningur Vestfjarða og Náttúruverndarsjóður Pálma Jónssonar það.

Meginmarkmið verkefnisinsins er að gera samþætta nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð og samræma stjórnun og nýtingu þessa svæðis í samvinnu við hagsmunaaðila. Verkefninu er ætlað að bæta nýtingarmöguleika strandsvæðis í Arnarfirði og stuðla að sjálfbærri nýtingu til hagsbóta fyrir samfélag, efnahagslíf og umhverfi. Jafnframt er verkefninu ætlað að stuðla að nýsköpun á sviði í umhverfis- og auðlindastjórnunar á strandsvæðum. Unnið verður eftir ákveðnu verklagi sem m.a. felur í sér nána samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila.

Frekari upplýsingar um verkefnið má finna á vef Fjórðungssambands.

Meistaraverkefni Abby Sullivan, námsmanns í Haf- og Strandsvæðastjórnun, tengist verkefninu, og ber heitið Marine Spatial Planning and Integrated Coastal Zone Management in Iceland: A Pilot Study. Verkefnið er í vinnslu.

Háskólasamfélagiđ

„Það áhugaverðasta við meistaranámið í haf- og strandsvæðastjórnun er sú breiða sýn sem það veitir á samfélög, umhverfi og sjálfbærni. Námsferð á skútu um Ísafjarðardjúp við upphaf námsins var ánægjuleg reynsla. Þetta hefur verið mikil vinna en áhugaverð og skemmtileg."
Gísli Halldórsson, Íslandi CMM nemi 2008-2009
Vefumsjón