Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Image

Haldin í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði, 8. - 9. apríl 2011.

 

Á ráðstefnunni verða að venju kynntar fjölbreytilegar rannsóknir á íslensku þjóðfélagi frá sjónarhóli félagsfræði, mannfræði, stjórnmálafræði og skyldra greina. Ráðstefnunni er ætlað að skapa umræðuvettvang þjóðfélagsfræðinga sem starfa í háskólum, framhaldsskólum og við rannsóknir á öðrum vettvangi. Jafnframt mun ráðstefnan gefa nemendum á háskóla- og framhaldsskólastigi kost á því að kynnast og taka þátt í fræðastarfi þjóðfélagsfræðinnar.

 

Meðal efnis á ráðstefnunni má nefna:

 • Heilbrigði og samfélag
 • Þjóð og menning
 • Jafnréttismál
 • Málefni fatlaðra
 • Eldri borgarar
 • Innflytjendur
 • Auðlindastjórnun
 • Atvinnulíf og byggðaþróun
 • Ferðamálafræði
 • Rannsóknaraðferðir
 • Skóli og samfélag
 • Afbrotafræði
 • Stjórnarskrá Íslands
 • Íslenskt lýðræði
 • Upplýsinga- og þekkingarsamfélagiðDagskrá - ATH! líttilega breytt vegna seinkunar á flugi til Ísafjarðar 8.apríl.

Útdrættir erinda.

Skráningareyðublað.

 

Enn er hægt að skrá sig á ráðstefnuna. Skráningargjald er 5.000 krónur fyrir báða dagana, 2.500 krónur fyrir annan daginn. Gögn ráðstefnunnar og kaffiveitingar innifaldar. Nemendur eru undanþegnir skráningargjaldi ráðstefnunnar.

 

Verkefnastjórar ráðstefnunnar eru Albertína Fr. Elíasdóttir og Pernilla Rein, starfsmenn Háskólaseturs. Frekari upplýsingar veitir Pernilla Rein, verkefnastjóri, pernilla@uwestfjords.is, eða sími 450-3044.


Upplýsingar um gistingu, þjónustu og fleira á Ísafirði má finna í stikunni hér til vinstri.


Háskólasamfélagiđ

„Ég hef gaman af að hitta fólk með ólíkan bakgrunn, skoðanir, drauma og óskir. Samnemendur mínir og kennarar , í CMM náminu, hafa hjálpað mér að opna hugann og hugsa eftir nýjum brautum."

Bjarni, Íslandi CMM nemi 2008-2009
Vefumsjón