Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Coastal Zone Management and Spatial Marine Planning

Háskólasetri Vestfjarða 3. og 4. september 2009


Háskólasetur Vestfjarða boðar til málþings á Ísafirði um skipulag og stjórnun strandsvæða, dagana 3. og 4 september. Málþingið er haldið í tengslum við upphaf skólaárs í meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið. Einnig er það liður í hugmyndum sem Fjórðungssamband Vestfirðinga, Teiknistofan Eik og Háskólasetrið hafa sett fram um gerð nýtingaráætlunar fyrir strandsvæði Vestfjarða.


Víða í nágrannaríkjum Íslands, og öðrum strandríkjum, hafa slíkar áætlanir verið settar fram með það að markmiði að samþætta stjórnun og koma í veg fyrir mengun, ofnýtingu og hagsmunaárekstra. Áhersla er lögð á að strandsamfélögin sjálf komi að ákvörðunartöku og áætlanagerð um nýtingu svæðanna.


Á málþinginu verður stjórnun strandsvæða á Íslandi rædd og mun fjöldi innlendra sérfræðinga leggja orð í belg. Jafnframt verður gefin innsýn í leiðir sem önnur strandríki hafa farið í þessum málaflokki. Í því sambandi munu sérfræðingar frá Kanada, Hjaltlandseyjum og Ítalíu halda erindi um mismunandi leiðir við stjórnun og skipulag strandsvæða.

Háskólasamfélagiđ

„Ég mæli með CMM meistaranáminu fyrir erlenda námsmenn en þetta er vaxandi nám á mikilvægu sviði. Um leið kynnist maður menningu og fólki í nýju landi."

Traian Leu, USA CMM nemi 2008-2009
Vefumsjón