Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Coastal Zone Management and Spatial Marine Planning

Háskólasetri Vestfjarða 3. og 4. september 2009


Háskólasetur Vestfjarða boðar til málþings á Ísafirði um skipulag og stjórnun strandsvæða, dagana 3. og 4 september. Málþingið er haldið í tengslum við upphaf skólaárs í meistaranámi í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetrið. Einnig er það liður í hugmyndum sem Fjórðungssamband Vestfirðinga, Teiknistofan Eik og Háskólasetrið hafa sett fram um gerð nýtingaráætlunar fyrir strandsvæði Vestfjarða.


Víða í nágrannaríkjum Íslands, og öðrum strandríkjum, hafa slíkar áætlanir verið settar fram með það að markmiði að samþætta stjórnun og koma í veg fyrir mengun, ofnýtingu og hagsmunaárekstra. Áhersla er lögð á að strandsamfélögin sjálf komi að ákvörðunartöku og áætlanagerð um nýtingu svæðanna.


Á málþinginu verður stjórnun strandsvæða á Íslandi rædd og mun fjöldi innlendra sérfræðinga leggja orð í belg. Jafnframt verður gefin innsýn í leiðir sem önnur strandríki hafa farið í þessum málaflokki. Í því sambandi munu sérfræðingar frá Kanada, Hjaltlandseyjum og Ítalíu halda erindi um mismunandi leiðir við stjórnun og skipulag strandsvæða.

Háskólasamfélagiđ

„Viðfangsefni námsins hæfa Vestfjörðum frábærlega! Hingað kemur ævintýra-gjarnt, klárt og svipað þenkjandi fólk víðsvegar að úr heiminum. Ég elska þverfræðileika námsins auk þess sem við fáum mikinn tíma „einn á einn" með kennurunum þegar þeir eru hér. Ég tengist Háskólasetrinu mun sterkari böndum en fyrsta háskólanum mínum."
Ryan O´Connell, Kanda CMM nemi 2010-2011
Vefumsjón