Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Málţing um sjálfbćra nýtingu íslenskra strandsvćđa: Tćkifćri og hćttur

Edinborgarhúsinu á Ísafirði 31. ágúst til 1. septeber 2008

Sunnudaginn 31. ágúst verður verður nýtt meistaranám í formlega sett af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Setningin markar tímamót, því með tilkomu námsleiðarinnar verður í fyrsta sinn boðið upp á staðbundið háskólanám, sem alfarið er kennt á Vestfjörðum. Háskólasetur Vestfjarða býður öllum Vestfirðingum að samfanga þessum tímamótum kl. 16 sunnudaginn 31. ágúst.

Í tengslum við setningu meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun sunnudaginn 31. ágúst, heldur Háskólasetur Vestfjarða málþing um sjálfbæra nýtingu íslenskra strandsvæða. Málþingið fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og hefst kl. 13 sunnudaginn 31. ágúst með setningu Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra. Málþinginu verður svo framhaldið daginn eftir og hefst aftur kl. 8.30 mánudaginn 1. september og stendur til kl. 12.30.

Málþingið fer fram á ensku en þar munu munu innlendir og erlendir kennarar námsleiðarinnar, ásamt fleiri sérfræðingum, varpa ljósi á viðfangsefni haf- og strandsvæðastjórnunar. Meðal efnis á málþinginu eru rannsóknir á náttúru og nýtingu strandsvæða, skipulag á strandsvæðum og stjórnun þeirra.Háskólasamfélagiđ

„Viðfangsefni námsins hæfa Vestfjörðum frábærlega! Hingað kemur ævintýra-gjarnt, klárt og svipað þenkjandi fólk víðsvegar að úr heiminum. Ég elska þverfræðileika námsins auk þess sem við fáum mikinn tíma „einn á einn" með kennurunum þegar þeir eru hér. Ég tengist Háskólasetrinu mun sterkari böndum en fyrsta háskólanum mínum."
Ryan O´Connell, Kanda CMM nemi 2010-2011
Vefumsjón