Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

  • Öll námskeið á meistarastigi hjá Háskólasetrinu eru opnir þátttakendum frá háskólum og atvinnulífi.
  • Öll námskeiðin eru kennd í lotum á haust-, vor- og sumarönn.
  • Öll námskeiðin eru kennd á ensku og er námsmanna- og kennarahópurinn alþjóðlegur.
  • Öll námskeiðin henta vel til endurmenntunar.
  • Öll námskeiðin hafa þverfaglega nálgun og höfða því til fólks með ólíkan bakgrunn og úr mörgum starfsstéttum.

Á stuttum tíma hefur skapast frjótt námsumhverfi á Ísafirði sem dregur fólk víða að.

 

Starfsfólk Háskólaseturs aðstoðar þátttakendur í námskeiðum við að finna hentuga gistingu.

 

Nánari upplýsingar um skipulag má nálgast í kennsluáætlun.

 

Við inntöku í meistaranámið sjálft er krafist grunn háskólaprófs (BA, BS, BEd eða sambærilegt). Við inntöku í einstök námskeið getur starfsreynsla eða önnur menntun á sviði tiltekinna námskeiða vegið upp formlegt BS/BA-próf. Einnig geta nemendur á efstu stigum grunnnáms fengið inntöku í einstök námskeið, ef þeir hafa faglegan bakgrunn á viðkomandi sviði. Sjá nánar undir forkröfur.

 

Námskeið uppfylla kröfur margra stéttarfélaga um námsstyrki.

Háskólasamfélagiđ

„Viðfangsefni námsins hæfa Vestfjörðum frábærlega! Hingað kemur ævintýra-gjarnt, klárt og svipað þenkjandi fólk víðsvegar að úr heiminum. Ég elska þverfræðileika námsins auk þess sem við fáum mikinn tíma „einn á einn" með kennurunum þegar þeir eru hér. Ég tengist Háskólasetrinu mun sterkari böndum en fyrsta háskólanum mínum."
Ryan O´Connell, Kanda CMM nemi 2010-2011
Vefumsjón