Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

  • Öll námskeið á meistarastigi hjá Háskólasetrinu eru opnir þátttakendum frá háskólum og atvinnulífi.
  • Öll námskeiðin eru kennd í lotum á haust-, vor- og sumarönn.
  • Öll námskeiðin eru kennd á ensku og er námsmanna- og kennarahópurinn alþjóðlegur.
  • Öll námskeiðin henta vel til endurmenntunar.
  • Öll námskeiðin hafa þverfaglega nálgun og höfða því til fólks með ólíkan bakgrunn og úr mörgum starfsstéttum.

Á stuttum tíma hefur skapast frjótt námsumhverfi á Ísafirði sem dregur fólk víða að.

 

Starfsfólk Háskólaseturs aðstoðar þátttakendur í námskeiðum við að finna hentuga gistingu.

 

Nánari upplýsingar um skipulag má nálgast í kennsluáætlun.

 

Við inntöku í meistaranámið sjálft er krafist grunn háskólaprófs (BA, BS, BEd eða sambærilegt). Við inntöku í einstök námskeið getur starfsreynsla eða önnur menntun á sviði tiltekinna námskeiða vegið upp formlegt BS/BA-próf. Einnig geta nemendur á efstu stigum grunnnáms fengið inntöku í einstök námskeið, ef þeir hafa faglegan bakgrunn á viðkomandi sviði. Sjá nánar undir forkröfur.

 

Námskeið uppfylla kröfur margra stéttarfélaga um námsstyrki.

Háskólasamfélagiđ

„Ég hef gaman af að hitta fólk með ólíkan bakgrunn, skoðanir, drauma og óskir. Samnemendur mínir og kennarar , í CMM náminu, hafa hjálpað mér að opna hugann og hugsa eftir nýjum brautum."

Bjarni, Íslandi CMM nemi 2008-2009
Vefumsjón