Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Uppbygging námsins

Mynd: Ágúst Atlason
Mynd: Ágúst Atlason
Haf- og strandsvæðastjórnun er alþjóðlegt, þverfaglegt meistaranám á sviði auðlindastjórnunar. Námið byggir einkum á inntaki og aðferðum vistfræði, félagsfræði og hag-/við-skiptafræði. Nemendur sem ljúka þessu námi þekkja hinar margvíslegu og verðmætu auðlindir hafs og stranda, skilja skilyrði þeirra og hafa tamið sér aðferðir og hæfileika til að stýra sjálfbærri nýtingu auðlindanna. Kennslu- og samskiptamál er enska. Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði býður upp á þetta nám í samstarfi við Háskólann á Akureyri. Kennslan fer fram á Ísafirði.


Inntökuskilyrði
Skilyrði fyrir inntöku í námið er að umsækjandinn hafi lokið grunnháskólagráðu og gildir einu hvort um er að ræða BA, BSc eða BEd. Það er þó lagt áherðslu á að umsækjandinn rökstyðji val sitt og væntningar með hlíðsjón til fyrri náms og reynslu.
Hægt er að nálgast umsóknareyðublaði bæði rafrænt og í pdf á vefsíðu Háskólaseturs.


Uppbygging náms
Námið er 120 ECTS nám á meistrastigi, þar af eru 75 ECTS í formi námskeiða og 45 ECTS í formi lokaritgerðar. Öll námskeið eru kennd í lotum og hefur því misserisskipunin frekar litla merkingu. Námið hefst á haustmisseri með skyldunámskeiðum, en á vor- og sumarmisseri eru valnámskeið í boði. sbr. KENNSLUÁÆTLUN.


Jólafrí: 18.12.14-03.01.15
Páskafrí: 02.04.15-12.04.15
Sumarfrí: Sé námið tekið á fullum hraða, 18 mánuðum, er EKKI gert ráð fyrir sumarfrí.


Nemendur geta sérhæft sig með valnámskeiðum og með efnisval lokaritgerðar. Skyldunámskeið og valnámskeið verða að nema samtals 75 ECTS. Námsmönnum stendur til boða að taka valnámskeið hjá öðrum háskóla, ef Meistaranámsnefndin samþykkir.


Námslengd
Til að hægt sé að ljúka 120 ECTS á 18 mánuðum taka nemendur í haf- og strandsvæðastjórnun lotunámskeið frá sumarlokum fram í mitt næsta sumar. Lotur eru frá 1 ECTS í allt að 8 ECTS og taka hálfa til fjórar vikur í senn. Nemendur verða að reikna með 25-30 klst. vinnuálagi per ECTS, sem sé 50-60 klst. vinnuálag á viku.

Eftir að námskeiðunum lýkur um mánaðarmótin júni/júli, tekur 45 ECTS meistaraverkefnið við, en 45 ECTS samsvara miðað við ofangreint vinnuálag 1,5 misseri. Lokaritgerð er skilað í upphafi vorannar næsta árs. Með þessu er hægt að klára meistaranámið á 18 mánuðum. Einnig er hægt að skila ritgerð seinna á vorönn og tekur námið þá 21 mánuð.
Nemendur hafa val um að aðlaga námsskipulag að sínum þörfum, en einstaklingsmiðað námsskipulag ætti að setja upp í samráði við fagstjóra og er háð samþykki meistaranámsnefndar.


Námsgráða
Nemendur útskrifast frá Háskólanum á Akureyri með MRM-gráðu (Master of Resource Management), með haf- og strandsvæðastjórnun sem sérsvið.

Háskólasamfélagiđ

„Ég hef gaman af að hitta fólk með ólíkan bakgrunn, skoðanir, drauma og óskir. Samnemendur mínir og kennarar , í CMM náminu, hafa hjálpað mér að opna hugann og hugsa eftir nýjum brautum."

Bjarni, Íslandi CMM nemi 2008-2009
Vefumsjón