Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Menningarlíf og afţreying

Skíđasvćđiđ í Tungudal
Skíđasvćđiđ í Tungudal
Á Ísafirði er fjölbreytt, menningar-, íþrótta- og félagslíf og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi, þar er fjölbreytt aðstaða til útivistar og íþróttaiðkunar, öflug íþróttafélög og líkamsræktarstöð. Frábærar skíðabrekkur og skíðagöngubrautir eru steinsnar frá byggðarkjarnanum. Í bænum eru einnig skemmtileg kaffihús, bakarí og veitingastaðir auk fjölbreyttra verslana.

Menningarlíf bæjarins er þekkt fyrir að vera einstaklega kröftugt, en hápunktar þess eru nokkrar árlegar menningarhátíðir. Tónlistarhátíðirnar Aldrei fór ég suður, sem er haldin um páskana og Við Djúpið sem fram fer í lok júní ár hvert, eru báðar orðnar fastir liðir í íslensku tónlistarlífi. Þá er leiklistarhátíðin Act alone sem fram fer í byrjun júlí, einnig orðinn fastur liður í menningarlífi bæjarins síðustu ár, en þar er einleikjaformið í brennidepli.

 

Mýrarbolti
Mýrarbolti
Einnig er vert að minnast á hið árlega og stórskemmtilega Mýrarbolta mót sem hefur verið haldið frá árinu 2004, um verslunarmannahelgina.


Frekari upplýsingar um viðburði í Ísafjarðarbæ má nálgast á viðburðasíðu bæjarins.

Háskólasamfélagiđ

„Viðfangsefni námsins hæfa Vestfjörðum frábærlega! Hingað kemur ævintýra-gjarnt, klárt og svipað þenkjandi fólk víðsvegar að úr heiminum. Ég elska þverfræðileika námsins auk þess sem við fáum mikinn tíma „einn á einn" með kennurunum þegar þeir eru hér. Ég tengist Háskólasetrinu mun sterkari böndum en fyrsta háskólanum mínum."
Ryan O´Connell, Kanda CMM nemi 2010-2011
Vefumsjón