Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Forkröfur

Skilyrði fyrir inntöku í námið er að nemendur hafi lokið grunnháskólagráðu og gildir þá einu hvort um er að ræða BA, BS eða B.ed. Nemendur fylla út umsóknareyðublað, sem má nálgast rafrænt, en auk þess skrifar hver og einn nemandi persónulegt bréf þar sem viðkomandi segir frá sjálfum sér, ástæðum þess að hann óskar eftir að sækja þetta nám og hvaða væntingar hann gerir til námsins.

Enskukunnátta

Umsækjendur þurfa að hafa góð tök á ensku enda fer öll kennsla fer fram á ensku. Gert er ráð fyrir að umsækjendur frá Íslandi, Norðurlöndunum, enskumælandi löndum og frá háskólum þar sem öll kennsla fer fram á ensku búi yfir fullnægjandi kunnáttu og færni. Aðrir umsækjendur skulu sýna fram á nægjanlega enskukunnáttu með viðurkenndum prófum, t.d. TOEFL, eða öðru sem getur talist sambærilegt eða betra.

Háskólasamfélagiđ

„Viðfangsefni námsins hæfa Vestfjörðum frábærlega! Hingað kemur ævintýra-gjarnt, klárt og svipað þenkjandi fólk víðsvegar að úr heiminum. Ég elska þverfræðileika námsins auk þess sem við fáum mikinn tíma „einn á einn" með kennurunum þegar þeir eru hér. Ég tengist Háskólasetrinu mun sterkari böndum en fyrsta háskólanum mínum."
Ryan O´Connell, Kanda CMM nemi 2010-2011
Vefumsjón