Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Fagstjóri meistaranámsins

Dagný Arnarsdóttir er brautarstjóri meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða og hefur sinnt því starfi frá desember 2009. Hún hefur lokið meistaragráðu í umhverfis- og auðlindastjórnun frá Háskóla Íslands. Í meistararitgerð sinni rannsakaði Dagný fjölmiðlaumræðu um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi með tilliti til hluts umhverfismála í þeirri umræðu. Samhliða meistaranámi sínu á árunum 2006-2009 starfaði Dagný fyrir Sérfræðinganefnd um minnkun nettólosunar gróðurhúsalofttegunda, Umhverfisstofnun og var verkefnastjóri við meistaranám í umhverfis- og auðlindastjórnun hjá Háskóla Íslands um tveggja ára skeið. Félagstörf: Veturinn 2007-2008 var hún forseti Gaiu, félags meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum, og árið 2010-2011 sinnti hún formennsku í Félagi umhverfisfræðinga á Íslandi (FUMÍ) ásamt Guðmundi Herði Guðmundssyni.


Fagstjóri meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun hefur eftirfarandi hlutverk:
  • Fagleg umsjón með meistaranáminu, utanumhald og samræming námsskrár
  • Tengiliður milli Meistaranámsnefndar, starfsfólks Háskólaseturs og nemenda í haf- og strandsvæðastjórnun
  • Leggur til ráðningar nýrra kennara, leiðbeinenda og prófdómara, við Meistaranámsnefnd
  • Greiðir fyrir samstarfi og hlúir að tengslaneti vegna námsins, utanumhald kennarahóps
  • Svarar eða kemur áfram öllum spurningum er varða faglega þætti meistaranámsins
  • Hefur yfirlit yfir námsframgangi nemenda, hvort þeir haldi áætlun, bæði í námskeiðum og á þegar kemur að vinnu við lokaritgerðir
  • Hefur umsjón með námsmatsferli lokaritgerða, þar með talið kynningum (fyrirlestrum) og vörnum

Háskólasamfélagiđ

„Auk samnemenda minna í CMM meistaranáminu mun ég sakna andrúmsloftsins í Háskólasetrinu. Stundir sem heilluðu tengjast oftast vettvangsferðum, t.d. að læra hvernig fiskeldi virkar í raun og veru með því að hoppa milli kvíanna og hjálpa til við að færa fiskinn á milli þeirra."

Astrid Dispert, Ţýskalandi CMM nemi 2008-2009
Vefumsjón