Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Fagstjóri meistaranámsins

Dagný Arnarsdóttir er brautarstjóri meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða og hefur sinnt því starfi frá desember 2009. Hún hefur lokið meistaragráðu í umhverfis- og auðlindastjórnun frá Háskóla Íslands. Í meistararitgerð sinni rannsakaði Dagný fjölmiðlaumræðu um samfélagsábyrgð fyrirtækja á Íslandi með tilliti til hluts umhverfismála í þeirri umræðu. Samhliða meistaranámi sínu á árunum 2006-2009 starfaði Dagný fyrir Sérfræðinganefnd um minnkun nettólosunar gróðurhúsalofttegunda, Umhverfisstofnun og var verkefnastjóri við meistaranám í umhverfis- og auðlindastjórnun hjá Háskóla Íslands um tveggja ára skeið. Félagstörf: Veturinn 2007-2008 var hún forseti Gaiu, félags meistaranema í umhverfis- og auðlindafræðum, og árið 2010-2011 sinnti hún formennsku í Félagi umhverfisfræðinga á Íslandi (FUMÍ) ásamt Guðmundi Herði Guðmundssyni.


Fagstjóri meistaranáms í haf- og strandsvæðastjórnun hefur eftirfarandi hlutverk:
  • Fagleg umsjón með meistaranáminu, utanumhald og samræming námsskrár
  • Tengiliður milli Meistaranámsnefndar, starfsfólks Háskólaseturs og nemenda í haf- og strandsvæðastjórnun
  • Leggur til ráðningar nýrra kennara, leiðbeinenda og prófdómara, við Meistaranámsnefnd
  • Greiðir fyrir samstarfi og hlúir að tengslaneti vegna námsins, utanumhald kennarahóps
  • Svarar eða kemur áfram öllum spurningum er varða faglega þætti meistaranámsins
  • Hefur yfirlit yfir námsframgangi nemenda, hvort þeir haldi áætlun, bæði í námskeiðum og á þegar kemur að vinnu við lokaritgerðir
  • Hefur umsjón með námsmatsferli lokaritgerða, þar með talið kynningum (fyrirlestrum) og vörnum

Háskólasamfélagiđ

„Ég hef gaman af að hitta fólk með ólíkan bakgrunn, skoðanir, drauma og óskir. Samnemendur mínir og kennarar , í CMM náminu, hafa hjálpað mér að opna hugann og hugsa eftir nýjum brautum."

Bjarni, Íslandi CMM nemi 2008-2009
Vefumsjón