Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Fjarnám

Háskólasetur Vestfjarða sér um fjarkennslu á 1.önn fyrir Háskólann í Reykjavík og eru því nemendur á 1.önn að megninu til af höfuðborgarsvæðinu.  Nemendur 1.annar mæta í tvær staðarlotur á önn þar sem þeir hitta kennara og vinna verkefni með samnemendum.  Staðarloturnar eru haldnar í Háskólasetri Vestfjarða á Ísafirði.

Fjarnám fer fram í sérhönnuðu fjarnámsumhverfi My-School sem byggir á nettækni.

Í My-School kerfinu er hægt að:
skoða kennsluáætlun og stundatöflu
senda póst
sækja fyrirlestra og verkefni
nálgast efni frá kennurum
skila verkefnum
taka þátt í umræðum á umræðuvef
taka rafræn próf

Nemendur í fjarnámi hafa mjög góðan aðgang að kennurum og geta haft samband hvenær sem upp koma vandamál í náminu.

Eftirtaldir áfangar eru í boði í fjarnámi á haustönn 2009:
Íslenska:  ÍSL1003
Danska:  DAN1003
Enska: ENS1003
Stærðfræði (algebra): STÆ1003
Stærðfræði (rúmfræði): STÆ1103
Tölvufræði: TÖL1003
Bókhald: BÓK1003

Námskeiðslýsingar er hægt að skoða hér

Háskólasamfélagiđ

„Viðfangsefni námsins hæfa Vestfjörðum frábærlega! Hingað kemur ævintýra-gjarnt, klárt og svipað þenkjandi fólk víðsvegar að úr heiminum. Ég elska þverfræðileika námsins auk þess sem við fáum mikinn tíma „einn á einn" með kennurunum þegar þeir eru hér. Ég tengist Háskólasetrinu mun sterkari böndum en fyrsta háskólanum mínum."
Ryan O´Connell, Kanda CMM nemi 2010-2011
Vefumsjón