Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Fréttir

Jólakveđjur og opnunartímar
Háskólasetriđ óskar öllum nemendum, kennurum, vinum og samstarfsađilum gleđilegra jóla og farsćldar á komandi ári. Móttaka Háskólasetursins verđur opin 29. og 30. desember en lokuđ föstudaginn 2. janúar. Lesađstađa verđur ađgengileg fyrir ţá nemendur sem hafa lyklakort og ţurfa á vinnuađstöđu ađ halda alla daga..........
Meira

Frumgreinanám

Innan Opna háskólans við Háskólann í Reykjavík er boðið upp á frumgreinanám.  Hér er um að ræða góðan alhliða undirbúning fyrir allt háskólanám.

Námið byggir á traustum grunni frumgreinadeildar Tækniháskóla Íslands og er kjörin leið fyrir iðnaðarmenn og aðra úr atvinnulífinu sem ekki hafa lokið stúdentsprófi og þurfa á frekara undirbúningi að halda til þess að geta komist í háskólanám. Frumgreinanám við Háskólasetur Vestfjarða, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, hófst í fyrsta skipti í janúar 2008 með tímabundnum styrki til tveggja ára frá ríkisstjórn.  Frumgreinanám er ekki lengur í boði við Háskólasetur Vestfjarða frá og með vorönn 2010.

Frumgreinanám er kjörin leið fyrir iðnaðarmenn og aðra úr atvinnulífinu sem þurfa frekari undirbúning til áframhaldandi náms á háskólastigi, einkum í tæknifræði og verkfræði.

 

Nám á frumgreinasviði er hagnýtt og krefjandi og hentar vel metnaðarfullum einstaklingum. Kennarar á frumgreinasviði leggja metnað sinn í að veita nemendum fyrsta flokks menntun.


Námið tekur að hámarki tvö ár, allt eftir því hver undirbúningur nemenda er áður en þeir hefja nám.  Önnur, þriðja og fjórða önn námsins eru lánshæfar hjá LÍN.

 

Fjarnám

1.önn frumgreinanáms Háskólans í Reykjavík er einungis í boði í fjarnámi.  Háskólasetur Vestfjarða annast fjarkennslu til nemenda HR á 1.önn frumgreinanáms.

 

Skráningar

Þeir sem hafa áhuga á að skoða nánar möguleikann á frumgreinanámi eða skrá sig í frumgreinanám er bent á að hafa samband við Málfríði Þórarinsdóttur, sviðsstjóra FrumgreinaMenntar innan Opna Háskóla HR, í netfanginu malfrid@ru.is

Háskólasamfélagiđ

„Viðfangsefni námsins hæfa Vestfjörðum frábærlega! Hingað kemur ævintýra-gjarnt, klárt og svipað þenkjandi fólk víðsvegar að úr heiminum. Ég elska þverfræðileika námsins auk þess sem við fáum mikinn tíma „einn á einn" með kennurunum þegar þeir eru hér. Ég tengist Háskólasetrinu mun sterkari böndum en fyrsta háskólanum mínum."
Ryan O´Connell, Kanda CMM nemi 2010-2011
Vefumsjón