Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

ţriđjudagurinn 19. febrúar 2013

Tvö valnámskeiđ hafin

Astrid Fehling.
Astrid Fehling.
Í gær, mánudaginn 18. febrúar, hófust tvö valnámskeið í meistaranáminu í haf- og strandsvæðstjórnun við Háskólasetur Vestfjarða. Námskeiðin tvö eru ólík en í þeim báðum er fjallað um efni sem nýtast nemendum afar vel þegar kemur að vinnu við lokaverkefni. Annarsvegar er um að ræða námskeiðið Geographical Information Systems þar sem fengist er við notkun GIS landfræðiforrita. Hitt námskeiðið fjallar um vaxtarbrodd í fiskiðnaði, þ.e.a.s. fiskeldi og ber einfaldlega titilinn Aquaculture.

GIS námskeiðið kennir Astrid Fehling, en hún kom upphaflega vestur á Ísafjörð sem skiptinemi í haf- og strandsvæðastjórnun árið 2010 og lauk meistaraprófi í umhverfis- og auðlindastjórnun frá háskólanum í Kiel í þýskalandi. Astrid sér alfarið um kennslu á námskeiðinu í ár en í fyrra hafði hún umsjón með verklegum þætti þess.

Peter Krost.
Peter Krost.
Fiskeldisnámskeiðið er kennt af Dr. Peter Krost, sérfræðingi í eldismálum. Dr. Krost kennir nú í fyrsta sinn við meistaranámið í haf- og strandsvæðastjórnu og bjóðum við hann sérstaklega velkominn til starfa. Árið 1995 stofnaði Dr. Krost, ásamt Christain Koch og Levent Piker, fyrirtækið CRM, Coastal Research and Managment en fyrirtækið einbeitir sér að sjálfbærri þróun strandsvæða með sérstaka áherslu á mat á umhverfisáhrifum, sjálfbært fiskeldi og öflun virkra efna úr hafinu.

Háskólasamfélagiđ

„Auk samnemenda minna í CMM meistaranáminu mun ég sakna andrúmsloftsins í Háskólasetrinu. Stundir sem heilluðu tengjast oftast vettvangsferðum, t.d. að læra hvernig fiskeldi virkar í raun og veru með því að hoppa milli kvíanna og hjálpa til við að færa fiskinn á milli þeirra."

Astrid Dispert, Ţýskalandi CMM nemi 2008-2009
Vefumsjón