Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

föstudagurinn 5. september 2014

19 nýnemar á spegilsléttum firđi

Haldiđ til baka frá Folafćti
Haldiđ til baka frá Folafćti
Síðasta föstudag, þann 29. ágúst, fóru nýnemar í haf- og strandsvæðastjórun í bátsferð um Ísafjarðardjúp og komu við á Folafæti, í Vigur og í Reykjanesi. Veðrið var með besta móti, blankalogn og sól stærstan hluta dagsins. Einn af nemendunum skrifaði stutta frásögn af ferðinni og fylgir hún hér á eftir....
Meira
fimmtudagurinn 4. september 2014

Milli fjalls og fjöru: Ferđamennska í Abruzzo og Ítalíu

Luca Zarrilli flytur fyrirlestur um ferđamál í Háskólasetrinu.
Luca Zarrilli flytur fyrirlestur um ferđamál í Háskólasetrinu.
Föstudaginn 5. september flytur Luca Zarrilli, dósent við land- og ferðamálafræði við Chieti-Pescara á Ítalíu, opinn fyrirlestur um nýja strauma í ferðamálum á Ítalíu og ferðamennsku í Abruzzo hérðai á Ítalíu. Fyrirlesturinn fer fram á ensku í stofu 1 í Háskólasetrinu. Hann hefst kl. 16:00 og stendur til 17:00, boðið verður upp á umræður á eftir....
Meira
mánudagurinn 1. september 2014

Fjarnemar á norđanverđum Vestfjörđum hittast

Háskólasetur Vestfjarđa
Háskólasetur Vestfjarđa
Háskólasetur Vestfjarða vill bjóða öllum fjarnemum á svæðinu í kynningu á þjónustu Háskólaseturs, fimmtudaginn 4. september.
 

Hefst dagskráin klukkan 18 með kynningu á þjónustu Háskólaseturs ásamt því að gengið verður um húsið og  aðstaðan skoðuð.

Er það von okkar að sem flestir mæti og að þeir sem hafa verið fjarnemar undanfarin ár komi og deili reynslu sinni með þeim sem eru að hefja nám í haust.

Boðið verður upp á léttar veitingar og væri því mjög gott að hafa hugmynd um hversu margir ætla að mæta. Þátttakendum er bent á að hafa samband við Kristínu hjá Háskólasetri í gegnum netfangið kristin@uwestfjords.is eða í síma 450-3041.

 

miđvikudagurinn 27. ágúst 2014

Fyrirlestur um fiskveiđar og fiskeldi Tyrkja í Háskólasetri

Prof. Hasan Atar fyrir framan Háskólasetriđ
Prof. Hasan Atar fyrir framan Háskólasetriđ

Nú er í heimsókn hjá Háskólasetri prófessor frá háskólanum í Ankara, Hasan Atar, sem heldur fyrirlestur um fiskveiðar og fiskeldi í Tyrklandi í dag, miðvikudaginn 27.08.2014, kl. 14:00. Fyrirlesturinn er opinn öllum. Tungumál: enska.

 

Hasan Atar er prófessor í deild landbúnaðar í háskólanum í Ankara og fæst aðallega við fiskeldi og markaðssetningu fisks. Hann er m.a. meðlimur í Aqua-TNet samstarfsneti um kennslu í fiskeldi þar sem Háskólasetur hefur líka tekið þátt. Hasan Atar kemur hingað á eigin vegum með styrk frá Erasmus-áætlun. 

föstudagurinn 15. ágúst 2014

Íslenskunámskeiđ í fullum gangi

Áhugasamir nemendur á ţriggja vikna byrjendanámskeiđinu á Ísafirđi.
Áhugasamir nemendur á ţriggja vikna byrjendanámskeiđinu á Ísafirđi.
Nú standa yfir árleg íslenskunámskeið, fyrir erlenda nemendur, á vegum Háskólaseturs Vestfjarða. Að vanda hófust námskeiðin á mánudegi eftir verslunarmannahelgina. Tæplega eitt hundrað nemendur taka þátt í námskeiðunum að þessu sinni en alls eru í boði sjö námskeið á tímabilinu frá fjórða til tuttugasta og annars ágúst....
Meira
Síđa 1 af 125

Háskólasamfélagiđ

„Ég mæli með CMM meistaranáminu fyrir erlenda námsmenn en þetta er vaxandi nám á mikilvægu sviði. Um leið kynnist maður menningu og fólki í nýju landi."

Traian Leu, USA CMM nemi 2008-2009
Vefumsjón