Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

miđvikudagurinn 15. október 2014

Ísrael og Gyđingarnir - Ţjóđ á krossgötum

Schimon Grossmann
Schimon Grossmann

Föstudaginn 17. október mun Schimon Grossmann, nemandi við Háskólasetur Vestfjarða, koma í Vísindaport og fjalla um ástandið í Ísrael. Hann mun sýna myndir og stutt myndbrot ásamt því að leitast við að svara spurningum á borð við:

• Hvaðan koma Gyðingarnir?
• Hver er munurinn á Kristnum og Gyðingum?
• Hvernig er að alast upp í Ísrael?
• Hver er orsök átakanna á Gaza?
• Hvernig er ísraelska hagkerfið?
• Er fréttafluttningur með Ísraelsmönnum eða Aröbum?

Schimon Grossmann er fæddur og uppalin í Tel Aviv. Hann stundar nú nám í Haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða.

Vísindaportið sem er öllum opið hefst klukkan 12:10 í kaffistofu Háskólaseturs. Erindið verður flutt á ensku.

fimmtudagurinn 9. október 2014

Er allur hafís ađ hverfa - kemur hann aftur?

Björn Erlingsson
Björn Erlingsson
Björn Erlingsson, sérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands ætlar í Vísindaporti vikunnar, föstudaginn 10. október, að fjalla um hafís og þátt hans í loftslagskerfinu....
Meira
fimmtudagurinn 2. október 2014

Vísindaport fellur niđur

Martha Lilja Olsen
Martha Lilja Olsen
Af óviðráðanlegum ástæðum verður ekki vísindaport þennan föstudaginn, þess í stað viljum við hvetja áhugasama til að kynna sér kundalini jóga. Það er fyrrum starfsmaður Háskólaseturs Martha Lilja Olsen sem verður með opinn tíma í jóga aðstöðunni hennar Gunnhildar upp á Hlíf....
Meira
föstudagurinn 26. september 2014

Konur ráđa búsetu

Byggðaráðstefna var haldin um síðustu helgi á Patreksfirði að frumkvæði Háskólaseturs Vestfjarða, en að henni stóðu auk Háskólaseturs, Byggðastofnun, Fjórðungssamband Vestfjarða, og Vesturbyggð. Nú hefur Byggðastofnun ákveðið að halda slíka ráðstefnu aftur að ári og er gert ráð fyrir að hún verði þá á Breiðdalsvík. Ráðstefnan á Patreksfirði hefur greinilega sýnt að hægt er að halda ráðstefnur utan stórra þjónustukjarna á landsbyggðinni og hafa nokkrir þátttakendur tekið fram að þeim hafi þótt meira spennandi að koma á Patreksfjörð en t.d. á Ísafjörð eða Akureyri....
Meira
fimmtudagurinn 25. september 2014

Fjölgun aldrađra og kostnađur samhliđa ţví

Kristinn H Gunnarsson
Kristinn H Gunnarsson
Eftir gott sumarfrí hefjast nú Vísindaportin á ný. Fyrsta Vísindaport vetrarins verður í hádeginu föstudaginn 26. september. Þar mun Kristinn H. Gunnarsson fjalla um fjölgun aldraðra á Íslandi og hvaða áhrif það hefur á kostnað við heilbrigðisþjónustu....
Meira
Síđa 1 af 127

Háskólasamfélagiđ

„Viðfangsefni námsins hæfa Vestfjörðum frábærlega! Hingað kemur ævintýra-gjarnt, klárt og svipað þenkjandi fólk víðsvegar að úr heiminum. Ég elska þverfræðileika námsins auk þess sem við fáum mikinn tíma „einn á einn" með kennurunum þegar þeir eru hér. Ég tengist Háskólasetrinu mun sterkari böndum en fyrsta háskólanum mínum."
Ryan O´Connell, Kanda CMM nemi 2010-2011
Vefumsjón