Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

fimmtudagurinn 18. desember 2014

Ráđstefna um íslenska ţjóđfélagiđ 2015

"Hvað búa eiginlega margar þjóðir í þessu litla landi?" er yfirskrift 9. ráðstefnunnar um íslenska þjóðfélagið sem verður haldin á Ísafirði dagana 17.-18. apríl 2015. Yfirskrift ráðstefnunnar vísar til þeirra fjölmörgu og ólíku þjóðfélagshópa sem búa Ísland. Möguleg umfjöllunarefni eru óþrjótandi; trúarbrögð, þjóðerni, efnahagur, búseta, stjórnmálaskoðanir, kyn, kynþættir og kynslóðabil, svo fátt eitt sé nefnt. Á ráðstefnunni gefst fræðafólki úr öllum greinum hug- og félagsvísinda kjörið tækifæri til að koma fjölbreytilegum rannsóknum á framfæri  og deila með fræðasamfélaginu. Ítarlegri upplýsingar verða sendar út í upphafi nýs árs en hér með er kallað eftir erindum og skulu ágrip berast Birnu Lárusdóttur, verkefnastjóra hjá Háskólasetri Vestfjarða birna@uwestfjords.is, eigi síðar en mánudaginn 16. febrúar 2015.
föstudagurinn 28. nóvember 2014

Tvö fyrirtćki styđja viđ könnun CMM nema

Steingrímur Rúnar Guđmundsson, verslunarstjóri Eymundsson afhendir Natalie bókagjöfina.
Steingrímur Rúnar Guđmundsson, verslunarstjóri Eymundsson afhendir Natalie bókagjöfina.
« 1 af 2 »
Stuðningur fyrirtækja á Vestfjörðum við meistaranema í haf- og strandsvæðastjórnun getur tekið á sig ýmsar myndir. Natalie Chaylt, kanadískur nemi, fékk á dögunum framlag frá tveimur fyrirtækjum sem studdi þannig við könnun sem hún framkvæmdi í sumar....
Meira
fimmtudagurinn 27. nóvember 2014

Hafís í norđurhöfum

Angelika Renner
Angelika Renner
Í síðasta Vísindaporti ársins 2014, föstudaginn 28. nóvember mun Angelika Renner, núverandi kennari við Haf- og standsvæðastjórnun, flytja erindi um hafís og samdrátt  hafíss í norðurhöfum....
Meira
föstudagurinn 21. nóvember 2014

Vestfirđir vinsćll áfangastađur fyrir vettvangsskóla

SIT hópur ársins viđ Byggđasafniđ í Neđstakaupstađ, Ísafirđi.
SIT hópur ársins viđ Byggđasafniđ í Neđstakaupstađ, Ísafirđi.
« 1 af 3 »
Háskólasetrið hefur nánast frá stofnun aðstoðað erlenda vettvangsskóla við að undirbúa dvöl sína hér á svæðinu og boðið slíkum hópum aðstöðu. Bróðurparturinn af hópunum hefur komið á vegum háskóla í Norður-Ameríku, en einnig hafa þarna verið á ferðinni skólar frá löndum í Evrópu....
Meira
miđvikudagurinn 19. nóvember 2014

Fiskeldisfóđur úr skordýrum

Sigríđur Gísladóttir
Sigríđur Gísladóttir
Sigríður Gísladóttir, framkvæmdastjóri Víur ehf., mætir í Vísindaport vikunnar og fjallar um ræktun á hermannaflugum. Fyrirtækið Víur undirbýr nú framleiðslu á skordýrum til að fóðra eldisfisk, en Víur ætla að rækta lirfur svörtu hermannaflugunnar á lífrænum úrgangi til að framleiða fiskeldisfóður....
Meira
Síđa 1 af 130

Háskólasamfélagiđ

„Það áhugaverðasta við meistaranámið í haf- og strandsvæðastjórnun er sú breiða sýn sem það veitir á samfélög, umhverfi og sjálfbærni. Námsferð á skútu um Ísafjarðardjúp við upphaf námsins var ánægjuleg reynsla. Þetta hefur verið mikil vinna en áhugaverð og skemmtileg."
Gísli Halldórsson, Íslandi CMM nemi 2008-2009
Vefumsjón