Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

miđvikudagurinn 27. ágúst 2014

Fyrirlestur um fiskveiđar og fiskeldi Tyrkja í Háskólasetri

Prof. Hasan Atar fyrir framan Háskólasetriđ
Prof. Hasan Atar fyrir framan Háskólasetriđ

Nú er í heimsókn hjá Háskólasetri prófessor frá háskólanum í Ankara, Hasan Atar, sem heldur fyrirlestur um fiskveiðar og fiskeldi í Tyrklandi í dag, miðvikudaginn 27.08.2014, kl. 14:00. Fyrirlesturinn er opinn öllum. Tungumál: enska.

 

Hasan Atar er prófessor í deild landbúnaðar í háskólanum í Ankara og fæst aðallega við fiskeldi og markaðssetningu fisks. Hann er m.a. meðlimur í Aqua-TNet samstarfsneti um kennslu í fiskeldi þar sem Háskólasetur hefur líka tekið þátt. Hasan Atar kemur hingað á eigin vegum með styrk frá Erasmus-áætlun. 

föstudagurinn 15. ágúst 2014

Íslenskunámskeiđ í fullum gangi

Áhugasamir nemendur á ţriggja vikna byrjendanámskeiđinu á Ísafirđi.
Áhugasamir nemendur á ţriggja vikna byrjendanámskeiđinu á Ísafirđi.
Nú standa yfir árleg íslenskunámskeið, fyrir erlenda nemendur, á vegum Háskólaseturs Vestfjarða. Að vanda hófust námskeiðin á mánudegi eftir verslunarmannahelgina. Tæplega eitt hundrað nemendur taka þátt í námskeiðunum að þessu sinni en alls eru í boði sjö námskeið á tímabilinu frá fjórða til tuttugasta og annars ágúst....
Meira
ţriđjudagurinn 12. ágúst 2014

Hópur frá Washington-háskóla í heimsókn

CHID eftir heimsókn á Bókasafniđ Ísafirđi.
CHID eftir heimsókn á Bókasafniđ Ísafirđi.
Þessa dagana dvelur vettvangsskólahópur á vegum Washington-háskóla við Háskólasetur Vestfjarða. Nemendurnir eyða sumrinu á Íslandi og sitja hér námskeið í hugmyndasögu CHID (Comparative History of Ideas) Summer Program in Iceland....
Meira
ţriđjudagurinn 24. júní 2014

Fyrsti vettvangsskólahópur sumarsins mćttur

SIT hópurinn viđ komuna til Ísafjarđar.
SIT hópurinn viđ komuna til Ísafjarđar.
« 1 af 2 »
Hópur 29 nemenda á vegum School for International Training (SIT) í Bandaríkjunum kom s.l. föstudagskvöld til Ísafjarðar. Þessi ungmenni munu næstu þrjár vikurnar dvelja hér á norðanverðum Vestfjörðum og er dvölin hluti af sjö vikna námsáfanga um orkutækni og auðlindastjórnun sem þau sitja hér....
Meira
föstudagurinn 20. júní 2014

Háskólahátíđ á Hrafnseyri

Útskriftarhópurinn.
Útskriftarhópurinn.
Á þjóðhátíðardaginn, þann 17. júní síðastliðinn, hélt Háskólasetur Vestfjarða að venju háskólahátíð á Hrafnseyri í samstarfi við Safn Jóns Sigurðssonar á staðnum. Þetta er í fimmta sinn sem Háskólasetrið heldur slíka hátíð til að fagna útskrift háskólanema á Vestfjörðum....
Meira
Síđa 1 af 125

Háskólasamfélagiđ

„Á Íslandi getur náttúran verið óblíð en menningin og samfélagið eru sterk. Dvölin á Íslandi hefur gefið mér kollega sem ég mun njóta góðs af til lífstíðar, kveikt í mér eldmóð um málefni strandsvæðastjórnunar og skilið eftir sig yfirvaraskegg."

Henry Fletcher, Englandi CMM nemi 2008 - 2009
Vefumsjón