Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

föstudagurinn 26. september 2014

Konur ráđa búsetu

Byggðaráðstefna var haldin um síðustu helgi á Patreksfirði að frumkvæði Háskólaseturs Vestfjarða, en að henni stóðu auk Háskólaseturs, Byggðastofnun, Fjórðungssamband Vestfjarða, og Vesturbyggð. Nú hefur Byggðastofnun ákveðið að halda slíka ráðstefnu aftur að ári og er gert ráð fyrir að hún verði þá á Breiðdalsvík. Ráðstefnan á Patreksfirði hefur greinilega sýnt að hægt er að halda ráðstefnur utan stórra þjónustukjarna á landsbyggðinni og hafa nokkrir þátttakendur tekið fram að þeim hafi þótt meira spennandi að koma á Patreksfjörð en t.d. á Ísafjörð eða Akureyri....
Meira
fimmtudagurinn 25. september 2014

Fjölgun aldrađra og kostnađur samhliđa ţví

Kristinn H Gunnarsson
Kristinn H Gunnarsson
Eftir gott sumarfrí hefjast nú Vísindaportin á ný. Fyrsta Vísindaport vetrarins verður í hádeginu föstudaginn 26. september. Þar mun Kristinn H. Gunnarsson fjalla um fjölgun aldraðra á Íslandi og hvaða áhrif það hefur á kostnað við heilbrigðisþjónustu....
Meira
miđvikudagurinn 24. september 2014

Meistaranemar smala

Smalamennska í afskekktum dölum er trúlega ekki algengur viðburður utan námskrár hjá nemendum í alþjóðlegu meistaranámi víðast hvar í heiminum. Hjá nemendum í haf- og strandsvæðastjórnun við Háskólasetur Vestfjarða er smalamennska þó nokkuð sem er orðinn fastur liður á haustönninni....
Meira
ţriđjudagurinn 23. september 2014

Fyrrerandi nemandi skrifar barnabók

Kápan af Underwater Alien Invasion, sem er titill bókar Annukku Pekkarinen.
Kápan af Underwater Alien Invasion, sem er titill bókar Annukku Pekkarinen.
« 1 af 2 »
Annukka Pekkarinen útskrifaðist fyrir með meistaragráðu í haf- og strandsvæðstjórnun vorið 2012 og er nú doktorsnemi við World Maritime University (WMU) í Malmö í Svíþjóð. Nýlega samdi hún barnabók......
Meira
laugardagurinn 20. september 2014

Mat á áhrifum ágengra plöntutegunda í marhálmi

Victor Buchet
Victor Buchet
Næstkomandi þriðjudag, 23. september, mun Victor Buchet kynna og verja meistaraprófsritgerð sína, sem nefnist: Impact assessment of invasive flora species in the Posidonia oceanica meadows on fish assemblage. An influence on local fisheries? The case study of Lipsi Island, Greece. Leiðbeinendur hans er Michael Honeth, M.M.M. Prófdómari er dr. Zoi Konstantinou. Kynningin, sem hefst kl. 16:30, fer fram í stofu 1-2 í Háskólasetri Vestfjarða og eru allir velkomnir....
Meira
Síđa 1 af 127

Háskólasamfélagiđ

„Á Íslandi getur náttúran verið óblíð en menningin og samfélagið eru sterk. Dvölin á Íslandi hefur gefið mér kollega sem ég mun njóta góðs af til lífstíðar, kveikt í mér eldmóð um málefni strandsvæðastjórnunar og skilið eftir sig yfirvaraskegg."

Henry Fletcher, Englandi CMM nemi 2008 - 2009
Vefumsjón