Valmynd

Um Háskólasetur

Námsnet

Vefpóstur

Námstćkni og akademísk vinnubrögđ

Mikilvægt er að temja sér réttar aðferðir í námi til þess að ná sem bestum árangri og fá sem mest út úr þeim tíma sem maður hefur til umráða til námsins. Þegar um er að ræða fjarnám, og jafnvel fjarnám samhliða vinnu, er sérstaklega mikilvægt að skipuleggja tíma sinn vel þannig að hægt sé að samhæfa alla þætti lífsins; fjölskyldu, vinnu og nám. Ef tíminn er vel skipulagður næst mun betri árangur í námi. Fyrir nemendur sem eru að byrja í háskóla eftir langt námshlé er nauðsynlegt að temja sér góð vinnubrögð strax í upphafi náms. Slíkt dregur úr streitu og álagi og gerir námið auðveldara, skemmtilegra og innihaldsríkara. 

Hér hafa verið teknar saman helstu upplýsingar um góð vinnubrögð í háskólanámi, námsráðgjöf, námstækni og ritgerðarsmíð. Vonandi geta nemendur nýtt þessar upplýsingar sér til gagns. Einnig er ástæða til að vekja athygli á því að allir háskólar bjóða upp á námsráðgjöf fyrir nemendur og eru fjarnemendur eindregið hvattir til að nýta sér þjónustu þeirra eins og kostur er.

Háskólasamfélagiđ

„Á Íslandi getur náttúran verið óblíð en menningin og samfélagið eru sterk. Dvölin á Íslandi hefur gefið mér kollega sem ég mun njóta góðs af til lífstíðar, kveikt í mér eldmóð um málefni strandsvæðastjórnunar og skilið eftir sig yfirvaraskegg."

Henry Fletcher, Englandi CMM nemi 2008 - 2009
Vefumsjón